Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 19. október 2021 11:21
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Gylfi áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, verður áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar. Þetta staðfestir lögreglan á Manchester-svæðinu í skriflegu svari til fréttastofu RÚV.

Gylfi var handtekinn um miðjan júlí vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi og hefur ekkert spilað fyrir Everton eða íslenska landsliðið síðan.

Af lagalegum ástæðum hefur hann ekki enn verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum.

Engar upplýsingar hafa fengist um hvers eðlis brotið er, annað en að það snúist um kynferðisbrot gegn barni.
Athugasemdir
banner
banner