Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 19. október 2021 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hákon Rafn fengið mikið lof -„Bjóst ekki við því að spila"
Mynd: Elfsborg
Hákon Rafn Valdimarsson hefur staðið sig frábærlega í undanförnum leikjum með Elfsborg í Svíþjóð.

Hann hefur spilað tvo leiki í röð og haldið hreinu í þeim báðum. Hann var til viðtals eftir 3-0 sigur liðsins gegn Djurgarden í gær.

„Það er svo gaman að spila leiki fyrir framan svona marga áhorfendur og að vinna 3-0, þetta getur ekki verið betra."

Hann var sáttur með eigin frammistöðu.

„Frammistaðan mín var fín í dag. Ekki svo mikið að gera en var alltaf að tala við leikmennina til að halda þeim á tánum og varði nokkrum sinnum."

Hann hefur leikið síðustu tvo leiki þar sem aðalmarkvörður liðsins er í banni. Hann vill ólmur spila áfram. Hann hefur fengið mikið lof hjá fólki innan Elfsborg fyrir frammistöðu sína á æfingum.

„Auðvitað vill ég spila en það er þjálfarinn sem ræður. Ég bjóst ekki við því að spila á þessu tímabili en þetta gerist hratt, eitt rautt spjald og ég fæ tvo leiki."

Hann segist í lokin hafa fundið fyrir stressi en alltaf geta nýtt sér það til góðs.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan


Athugasemdir
banner
banner
banner