Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. október 2021 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jökull kom sterkur inn - Kristian lék í tapi gegn Dortmund
Jökull Andrésson.
Jökull Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Jökull Andrésson var mættur í byrjunarliðið hjá Morecambe þegar liðið mætti Cheltenham í ensku C-deildinni þennan þriðjudaginn.

Jökull hefur verið inn og út úr liðinu hjá Morecambe, en hann kom inn í kvöld og stóð sig mjög vel - þrátt fyrir að hann hafi fengið á sig þrjú mörk.

Jökull, sem er í U21 landsliði Íslands, varði nokkrum sinnum mjög vel, en því miður dugði það ekki til að fá eitthvað úr leiknum.

Morecambe situr í 18. sæti ensku C-deildarinnar eftir þetta tap í kvöld.

Kristian lék í tapi gegn Dortmund
Kristian Nökkvi Hlynsson, einn efnilegasti leikmaður Íslands spilaði með U19 liði Ajax í Meistaradeild Unglingaliða þar sem liðið tapaði fyrir Borussia Dortmund.

Kristian lék allan leikinn á miðsvæðinu hjá Ajax, en niðurstaðan var 5-1 tap.

Aðallið Ajax og Dortmund mættust einnig í dag. Þar snerist taflið við: Ajax vann öruggan 4-0 sigur.

Kristian er aðeins 17 ára gamall og þykir mjög spennandi leikmaður. Hann hefur spilað fyrir U21 landslið Íslands, líkt og Jökull.

Böðvar ekki í hóp
Vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson var ekki í hóp hjá Helsingborg er liðið vann 1-4 útisigur gegn Falkenberg í sænsku B-deildinni.

Helsingborg er í þriðja sæti deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir. Ef liðið endar þar, þá fer það í umspil sæti í deild þeirra bestu í Svíþjóð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner