Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 19. október 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Nær Liverpool fram hefndum gegn Atletico?
Firmino skoraði þrennu um helgina. Heldur hann uppteknum hætti í kvöld?
Firmino skoraði þrennu um helgina. Heldur hann uppteknum hætti í kvöld?
Mynd: Getty Images
Það er leikið í A-D riðlum í Meistaradeild Evrópu í dag.

Í A-riðli fer Man City í heimsókn til Belgíu þar sem liðið mætir Club Brugge. PSG fær RB Leipzig í heimsókn.

Í B riðli fær Atletico Madrid lið Liverpool í heimsókn, liðin mættust síðast í 16-liða úrslitum á síðustu leiktíð þar sem Madridarliðið fór með sigur af hólmi. AC Milan er án stiga eftir tvær umferðir en liðið heimsækir Porto í kvöld.

Í C-riðli mætast Ajax og Dortmund kl 19 en liðin eru með fullt hús eftir fyrstu tvær umferðirnar. Besiktas og Sporting berjast um að komast á blað kl 16:45.

í D-riðli freistist Real Madrid til að koma til baka eftir ein óvæntustu úrslit síðari ára í Meistaradeildinni í síðustu umferð er liðið tapaði gegn Sheriff en liðið mætir Shaktar á útivelli. Sherriff heimsækir Inter.

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group A
16:45 Club Brugge - Man City
19:00 PSG - RB Leipzig

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group B
19:00 Porto - Milan
19:00 Atletico Madrid - Liverpool

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group C
16:45 Besiktas - Sporting
19:00 Ajax - Dortmund

CHAMPIONS LEAGUE: Group stage, Group D
19:00 Inter - Sherif
19:00 Shakhtar D - Real Madrid
Athugasemdir
banner