Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2021 17:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Öll svör Steina við spurningum fréttamanna: Ekki tryggasta starf í heimi
Icelandair
Steini á landsliðsæfingu í dag.
Steini á landsliðsæfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland lék gegn Tékklandi árið 2018.
Ísland lék gegn Tékklandi árið 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Farið yfir málin á æfingu í dag.
Farið yfir málin á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Létt stemning
Létt stemning
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson svaraði spurningum fréttamanna í Teams-viðtali í dag. Tilefnið var heimaleikur Íslands gegn Tékklandi á föstudag en leikurinn er liður í undankeppni HM.

Hér má nálgast allar spurningarnar og svörin sem Steini gaf við þeim. Spurningarnar eru í tímaröð og er hægt að nálgast það efni sem þegar hefur verið fjallað um með því að smella á hlekkina hér að neðan.

Steini um valið á Selmu Sól

Tékkarnir eru öflugir og gerðu jafntefli gegn Hollandi í sínum fyrsta leik. Hvar standa Tékkarnir í dag miðað við það sem við höfum séð frá þeim áður?

„Bara svipað held ég. Það er töluverð þróun í Austur-Evrópu og kvennaboltinn í mestu sókn þar. Leikmenn þaðan hafa verið að fara í fín lið í Evrópu þó að meiri parturinn í liðinu sé uppistaðan í Slavia Prag og Sparta Prag, verið þannig í talsverðan tíma."

„Þetta er lið sem er á svipuðum kalíber og við, þó við teljum okkur vera sterkari þá gerum við okkur grein fyrir því að þetta verður hörkuleikur og erfiður leikur. Við þurfum að hafa mikið fyrir því að vinna Tékkana."


Hvernig er staðan á hópnum? Fréttaritari spurði sérstaklega út í stöðuna á Dagný Brynjarsdóttur.

„Það eru allar klárar, allar heilar og Dagný er í fínu standi. Þær eru allar í toppmálum."

Annar keppnisleikurinn, búinn að fara í gegnum allt ferlið einu sinni, hjálpar það þér fyrir þennan leik og líturu á þennan leik sem úrslitaleik í riðlinum?

„Því fleiri leiki sem maður spilar og ef maður getur séð einhverja jákvæða hluti út úr hverjum leik þá er það gott mál. Þó að við töpuðum síðasta leik þá höfum við farið í gegnum þann leik, klárað hann og erum byrjuð að einbeita okkur að föstudeginum."

„Vonandi höldum við áfram að stíga skref fram á við, vonandi bætum við okkur frá síðasta leik og spilum ennþá betri leik. Við þurfum á því að halda og þurfum að gera það til að fá eitthvað út úr þessum leik. Ég hef sagt það áður, úrslitaleikur eða ekki, þetta eru ekki nema átta leikir og hver leikur skiptir gríðarlega miklu máli."

„Við gerum okkur líka grein fyrir því að Tékkar verða að berjast um þessi tvö sæti til að komast á HM. Við þurfum að eiga góðan leik, við förum inn í þennan leik til að vinna hann og stefnum á að vinna hann. Það er ekkert annað sem kemst að, hvort sem þetta er úrslitaleikur eða ekki, það kemur bara í ljós."


Finnur þú fyrir meiri pressu á að ná í úrslit í þessum leik eftir kannski ekki mikla pressu gegn Evrópumeisturunum?

„Nei, ekkert þannig. Ég er ekkert mikið innan um einhverja stuðningsmenn nema þá bara á skrifstofunni."

„Pressan er alltaf til staða í þessu starfi og þú vilt alltaf fara inn í leiki til að vinna þá, það er ætlast til að þú náir árangri. Sem knattspyrnuþjálfari þá ertu í starfi þar sem þú þarft að vinna leiki til að halda áfram í starfinu þínu, þetta er ekki tryggasta starf í heimi."

„Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það er pressa á mér. Ég hef sagt það áður að ef þú ferð í þetta starf þá þarftu að vera tilbúinn í þá pressu og ég er það."


Hverjir eru helstu styrkleikar Tékkana?

„Þær eru mjög þéttar varnarlega, beita skyndisóknum en halda boltanum samt vel aftast og reyna að spila sig út úr pressu. Fyrir okkur skiptir það máli að ef við töpum boltanum að vera snögg að pressa. Þær munu alltaf reyna að spila sig út úr pressu."

„Við viljum vinna boltann framarlega á vellinum, ég held að það skipti svolítið miklu máli. Þær eru fínar á boltanum, þora að spila, þora að halda boltanum og eru klókir fótboltamenn,"
sagði Steini.

Um stöðu Karólínu hjá Bayern

Um hægri bakvarðarstöðuna

Guðrún meistari með Rosengård

Heimkoma Sifjar

Ísland er án stiga eftir einn leik í undankeppninni, liðið tapaði gegn Hollandi í fyrsta leik í riðlinum. Leikurinn gegn Tékklandi hefst klukkan 18:45 og fer fram á Laugardalsvelli á föstudag.

Miðasala er í gangi á Tix.is og má kaupa miða með því að smella hér.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner