Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2021 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pavard: Er ekki eins kynþokkafullur og Trent
Mynd: Guðmundur Karl
Franski bakvörðurinn Benjamin Pavard leikmaður Bayern Munchen segist vera betri varnarmaður en Trent Alexander Arnold bakvörður Liverpool. Margir telja að Trent sé besti bakvörður í heimi.

Pavard segist þó líða betur í stöðu miðvarðar en hann hefur spilað sem hægri bakvörður hjá franska landsliðinu og Bayern Munchen.

„Mín staða er miðvörður og hefur alltaf verið, mér líður best þar. Ég held að gæðin mín sjáist best í þeirri stöðu. Ef þjálfarinn setur mig hægra megin er það vegna þess að hann hefur trú á mér þar. Ég hef alltaf stutt Deschamps (landsliðsþjálfara Frakklands), ef hann treystir mér er það ekki útaf fallegu augunum mínum eða hárinu. Hann veit hvað ég get," sagði Pavard.

Hann lítur stórt á sig og bar sig saman við Hakimi leikmann PSG og Trent Alexander-Arnold leikmann Liverpool.

„Varnarmaður þarf fyrst og fremst að verjast vel. Á blaði er ég ekki eins kynþokkafullur og Hakimi og Arnold en varnarlega finnst mér ég betri."
Athugasemdir
banner
banner
banner