Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 19. október 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rooney sagður áhugasamur um Newcastle
Wayne Rooney.
Wayne Rooney.
Mynd: Getty Images
Manchester United goðsögnin Wayne Rooney hefur áhuga á að taka við Newcastle ef félagið rekur Steve Bruce á næstunni.

Rooney er í augnablikinu þjálfari Derby County í næst efstu deild Englands. Þar hefur hann gert vel við erfiðar aðstæður.

Talið er að nýir eigendur Newcastle - sem koma frá Sadí-Arabíu - vilji reka Steve Bruce á næstunni. Eigendurnir ætla að umbreyta Newcastle með þeim miklu fjármunum sem þeir eiga.

Chronicle, sem er staðarmiðillinn í Newcastle, hefur heimildir fyrir því að Rooney hafi áhuga á starfinu. Hvort Rooney sé á lista hjá Newcastle, það kemur ekki fram.

Ef Rooney fengi starfið hjá Newcastle, þá myndi hann taka Shay Given með sér. Given var í þjálfarateymi Rooney hjá Derby, en er það ekki lengur. Given er fyrrum markvörður Newcastle.

Rooney var stórkostlegur leikmaður og er bæði markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins og Manchester United. Hann er enn frekar óskrifa blað sem þjálfari, í ljósi þess að hann hafði aldrei stýrt liði áður en hann tók við Derby í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner