Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 19. október 2021 22:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah tók fram úr Gerrard
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Við sögðum frá því fyrr í kvöld að Mohamed Salah hefði í kvöld skráð sig á spjöld sögunnar. Hann gerði það ekki bara einu sinni.

Með því að koma Liverpool 1-0 yfir gegn Atletico Madrid í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá jafnaði hann met Steven Gerrard yfir flest mörk fyrir Liverpool í Meistaradeildini.

Hann tók svo fram úr goðsögninni - Gerrard - með því að skora af vítapunktinum í seinni hálfleiknum.

Salah er núna markahæsti leikmaður í sögu Liverpool í Meistaradeildinni með 31 mark. Gerrard, sem spilaði allan sinn feril fyrir Liverpool, gerði 30 mörk.

Egyptinn hefur spilað með Liverpool frá 2017, en það ár var hann keyptur til félagsins frá Roma fyrir allt að 43 milljónir punda. Það er óhætt að segja að Salah sé einn af betri leikmönnum í sögu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner