Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. október 2021 12:57
Elvar Geir Magnússon
Solskjær segir ummælin um Rashford hafa verið tekin úr samhengi
Ole Gunnar Solskjær og Marcus Rashford.
Ole Gunnar Solskjær og Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi þegar hann lét það út úr sér á föstudaginn að sóknarmaðurinn Marcus Rashford þyrfti að setja fótboltann í forgang.

Ýmsir túlkuðu ummælin á þann hátt að Rashford væri að eyða of mikilli orku í þá góðgerðarstarfsemi sem hann hefur unnið að utan vallar. Solskjær og félagið hafa hafnað þessu algjörlega.

Solskjær hóf fréttamannafund sinn í dag á því að útskýra ummæli sín betur.

„Til að koma fílnum út úr herberginu strax varðandi fyrirsagnirnar sem voru smíðaðar fyrir helgi. Við erum svo ótrúlega stolt af því sem Marcus hefur gert innan og utan vallar," sagði Solskjær.

„Þið fréttamenn vitið hvað var sagt og þið gerðuð fyrirsagnir úr einni setningu sem átti aldrei að vera aðalatriðið. Ég var að tala um að Marcus væri farinn að geta notið þess að spila fótbolta án þess að finna fyrir meiðslum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner