Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 19. október 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk: Ég er ekki vélmenni
Mynd: EPA
Fyrir tveimur árum varð Liverpool enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár. Virgil van Dijk varnarmaður liðsins hefur verið talinn einn mikilvægasti ef ekki mikilvægasti leikmaður liðsins.

Snemma á síðustu leiktíð meiddist hann illa eftir tæklingu frá Jordan Pickford markverði Everton og missti af öllu tímabilinu.

Liverpool náði ekki að fylgja eftir góðum árangri frá tímabilinu á undan.

Van Dijk var í viðtali fyrir leikinn gegn Atletico Madrid í kvöld þar sem hann var spurður út í standið á sér í dag.

„Ég er ánægður á þeim stað sem ég er í dag. Ég er að spila á hæsta stigi aftur, spila með mikilli gleði. Ég á enn langt í land, það eina sem ég get gert er að taka einn dag í einu. Ég er ekki vélmenni, ég er að koma til baka eftir slæm meiðsli. Ég held að það séu ekki mörg dæmi um að leikmenn með slæm hné meiðsli verði uppá sitt besta ári síðar," sagði Van Dijk.

„Ég veit að það eru mörg augu á mér að hugsa: 'mun hann komast í sitt besta form aftur?' Það eina sem ég get gert er að reyna mitt besta í hverjum einasta leik. Ég er minn besti gagnrýnandi og ég veit nákvæmlega hvað ég þarf að gera til að verða betri. Þetta er á réttri leið og mér líður vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner