Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 19. nóvember 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Guðni um A-landsliðið og U21: Við munum fara yfir stöðuna
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað bæði með A-landsliðinu og U21 landsliðinu undanfarið árið.
Jón Dagur Þorsteinsson hefur spilað bæði með A-landsliðinu og U21 landsliðinu undanfarið árið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt bendir til þess að U21 landslið Íslands sé á leið í lokakeppni EM í annað skipti í sögunni. Ísland átti að mæta Armenum í gær en beðið er eftir staðfestingu á að Íslandi verði dæmdur sigur í þeim leik og þá er EM sætið í höfn.

„Þetta er frábær árangur hjá þeim. Eins og þetta lítur út þá er nokkuð öruggt að þeir fari í úrslitakeppnina. Þeir hafa gert virkilega vel í erfiðum riðli. Þetta veit á gott fyrir framtíðina og er mikil hvatning fyrir okkur öll. Við erum mjög ánægð með þennan árangur," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

A-landsliðs karla hefur keppni í undankeppni HM í mars næstkomandi en þá eru þrír leikdagar á dagskrá. Í sömu viku mun U21 landslið Íslands spila í lokakeppni EM í Ungverjalandi eða Slóveníu.

Árið 2010 fékk U21 landsliðið forgang á leikmenn fram yfir A-landsliðið en U21 liðið var þá að spila í umspili um sæti á EM. Hvort mun A-landsliðið eða U21 landsliðið vera með forgang á vali á leikmönnum í mars?

„Við munum að sjálfsögðu taka afstöðu til þess og sjá hvernig það land liggur þegar nær dregur. Með nýju þjálfarateymi og svo framvegis. Við munum fara yfir stöðuna. Það er of snemmt að tjá sig um það núna. Við förum yfir stöðuna og leysum þetta," sagði Guðni.

Sjá einnig:
A-landslið byrjar undankeppni á sama tíma og U21 spilar í úrslitum
Athugasemdir
banner