Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 19. nóvember 2020 20:30
Victor Pálsson
Man Utd sagt hafa boðið fjórum sinnum í Sancho
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United er sagt hafa boðið fjórum sinnum í vængmanninn Jadon Sancho sem spilar með Borussia Dortmund í sumar.

Það er virti blaðamaðurinn Jan Aage Fjortoft sem greinir frá þessu en hann var gestur í hlaðvarpsþættinum Here We Go á dögunum.

Sancho var lengi efstur á óskalista enska félagsins en Dortmund vildi ekki selja fyrir minna en 108 milljónir punda.

Það var upphæð sem Man Utd var ekki tilbúið að borga og mun Sancho leika með þeim gulklæddu þar til í janúar hið minnsta.

Man Utd hefur tapað peningum vegna kórónuveirunnar síðustu mánuði og vildi að mestu borga 91 milljón punda sem þýska félagið samþykkti ekki.

Allar líkur eru á því að Ed Woodward og hans aðstoðarmenn í stjórn Man Utd muni reyna við enska landsliðsmanninn á næsta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner