Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. janúar 2020 14:23
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Atli Sveinn: Kæmi á óvart ef þetta myndi enda í slagsmálum
Atli Sveinn, Ólafur Stígsson og Ólafur Skúlason.
Atli Sveinn, Ólafur Stígsson og Ólafur Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Atli Sveinn Þórarinsson, annar af aðalþjálfurum Fylkis, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn.

Atli var ráðinn aðalþjálfari við hlið Ólafs Stígssonar eftir síðasta tímabil. Ólafur Ingi Skúlason er spilandi aðstoðarþjálfari.

Tveggja aðalþjálfara teymi í fótboltanum er nokkuð umdeilt en Atli hefur mikla trú á samstarfinu.

„Ég var strax mjög spenntur fyrir þessu. Lars og Heimir voru fyrstir til að gera þetta frægt á Íslandi en þetta er þekkt víðar. Lars og Tommy Söderberg voru samþjálfarar fyrir mörgum árum í Svíþjóð," segir Atli.

„Margir þjálfarar eru í mikilli teymisvinnu þó það sé klárt að einn er titlaður aðalþjálfari og hinn aðstoðar. Ég held að þetta sé virk og góð samvinna hjá ansi mörgum."

En hvernig komast menn að samkomulagi ef þeir eru ósammála um til dæmis liðsval?

„Við ræðum þetta bara og reynum að komast að skynsamlegri niðurstöðu. Svo færum við bara rök fyrir því. Það kæmi mér á óvart ef þetta myndi enda í slagsmálum. Við erum þrír þokkalega skynsamir menn og getum komist að niðurstöðu í svona málum," segir Atli.

„Ég sé bara kostina við að vinna með þeim báðum. Óli Stígs hefur verið inni í þessu teymi í þrjú ár og þekkir það allt saman. Svo er Óli Skúla með þessa gríðarlegu leikmannareynslu og innsýn í fótboltann."

Atli gerir sér grein fyrir því að ef á móti blæs gæti komið umræða um að tveggja þjálfara kerfið sé ástæðan.

„Við erum með tveggja þjálfara teymi og það getur verið að við náum ekki árangri en það þarf ekki að vera því að kenna að við séum með þannig teymi. Það er fullt af öðrum hlutum í þessu."

Hlustaðu á viðtalið í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Atli Sveinn tekinn við stýrinu í Árbænum
Athugasemdir
banner
banner
banner