Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. janúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rose er í plönum Mourinho
Rose og Mourinho fara yfir málin.
Rose og Mourinho fara yfir málin.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, þjálfari Tottenham, segir að bakvörðurinn Danny Rose sé enn í plönum sínum. Rose hefur ekki tekið þátt í síðustu tveimur leikjum Spurs.

Rose var ekki með í sigrinum á Middlesbrough í FA-bikarnum og var ekki í hóp í markalausu jafntefli gegn Watford á laugardag. Hinn tvítugi Japhet Tanganga spilaði í vinstri bakverði gegn Watford.

Mourinho segir að Rose hafi ekki tekið þátt í leiknum gegn Watford vegna meiðsla, hann sé enn í plönum sínum.

„Já, hann er hluti af plönum mínum," sagði Mourinho. „Við spiluðum með mjög sókndjarft lið gegn Middlesbrough og ég vildi líka gefa ungum leikmönnum tækifæri, og gefa (Ryan) Sessegnon tækifæri til að spila 90 mínútur."

„Rose þarf ekki þannig leiki, hann er nú þegar leikmaðurinn sem hann er."

„Í dag gat hann svo ekki spilað vegna smávægilegra bakmeiðsla."

Hinn 29 ára gamli Rose verður samningslaus hjá Tottenham eftir eitt og hálft ár og hann hefur lýst því yfir að hann ætli ekki að gera nýjan samning.

Rose hefur sagt að hann ætli að fara frá Tottenham þegar samningurinn rennur út, en Mourinho hefur áður talað um að hann hafi litlar áhyggjur af því.
Athugasemdir
banner
banner
banner