Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. janúar 2021 09:00
Elvar Geir Magnússon
Ólafur Ingi að taka við U19 landsliðinu - Hættir hjá Fylki
Ólafur Ingi Skúlason.
Ólafur Ingi Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Ingi Skúlason er að taka við þjálfun U19 landsliðs karla og U15 landsliði kvenna. Þetta herma heimildir mbl.is.

Ólaf­ur Ingi hef­ur látið af störf­um sem aðstoðarþjálf­ari Fylk­is í Pepsi Max-deildinni.

Ólaf­ur Ingi, sem er 37 ára gam­all, var spilandi aðstoðarþjálf­ari Fylk­is á síðasta tímabili en þeir Atli Sveinn Þór­ar­ins­son og Ólaf­ur Ingi Stígs­son voru ráðnir aðalþjálfarar fyrir tímabilið.

Ólafur á að baki 36 A-lands­leiki en hann var atvinnumaður á Englandi, í Svíþjóð, Dan­mörku, Belg­íu og Tyrklandi. Hann tekur við U19 landsliðinu af Þorvaldi Örlygssyni sem er orðinn þjálfari Stjörnunnar við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar.

Davíð Snorri orðaður við U21 landsliðið
Enn á eftir að tilkynna ráðningu á þjálfara U21 landsliðs karla en það eru um tveir mánuðir í að riðlakeppnin á lokamóti EM fer af stað.

Davíð Snorri Jónason, sem stýrt hefur U17 landsliðinu undanfarin ár, hefur verið sterklega orðaður við starfið. Sögusagnir hafa verið í gangi um að þegar hafi verið gengið frá ráðningu hans. Davíð er fyrrum þjálfari Leiknis og fyrrum aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner