Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. janúar 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bergwijn: Frábær dagur eftir erfitt tímabil
Mynd: Getty Images
Steven Bergwijn kom inná sem varamaður þegar skammt var eftir af leik Leicester og Tottenham í gærkvöldi. Staðan var 2-1 Leicester í vil en hann skoraði tvö mörk í uppbótartíma og tryggði sínum mönnum stigin þrjú.

Hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla á þessari leiktíð en hann hefur aðeins komið við sögu í 9 leikjum í deildinni.

Hann var að vonum himinlifandi þegar hann spjallaði við BT Sport eftir leikinn:„Auðvitað vill maður koma inná og sýna sig, ég er mjög ánægður," sagði Bergwijn.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil vegna meiðsla. Kane, Son og Lucas Moura hafa gert vel. Ég þarf að vinna hart að mér og sýna mig þegar ég kem inná. Ég veit að Conte er frábær þjálfari, þú sér að við vinnum hart að okkur."

Antonio Conte stjóri liðsins hrósaði Bergwijn eftir leikinn og sagði hann mikilvægan fyrir liðið.

„Ég hef talað um hann áður. Fyrir mér er hann mikilvægur leikmaður með sérstök einkenni. Enginn annar í liðinu er eins og hann. Hann er teknískur, hann fer framhjá mönnum, hann er framherji í góðu líkamlegu ástandi. Ég get haft hann í byrjunarliðinu eða sett hann inná."
Athugasemdir
banner
banner
banner