Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 20. janúar 2022 20:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fagna því að íslenska hefðin haldi áfram
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsfólk Bolton er spennt fyrir því að fá enn einn Íslendinginn til félagsins.

Sóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson gekk í dag í raðir Bolton frá Millwall. Það er mikil Íslendingahefð hjá Bolton og er hann sjöundi Íslendingurinn sem er á mála hjá félaginu.

Arnar Gunnlaugsson, Birkir Kristinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson, Grétar Rafn Steinsson og Ólafur Páll Snorrason hafa áður verið á mála hjá félaginu.

The Bolton News tók saman viðbrögð stuðningsfólks á samfélagsmiðlinum við þessum fréttum. Það virðist vera mikil jákvæðni með þessi félagaskipti og er gleði á meðal þeirra sem tjáðu sig með að fá annan Íslending til félagsins.

Hér að neðan má sjá það sem stuðningsfólk Bolton sagði á Twitter í dag.










Athugasemdir
banner
banner