Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. janúar 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breki áfram í Eyjum
Á leiðinni inn á.
Á leiðinni inn á.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tilkynnti í dag að Breki Ómarsson hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið og verður því áfram hjá félaginu. Gamli samningur Breka rann út eftir að síðasta tímabil kláraðist.

Breki er 24 ára Eyjamaður, sóknarmaður sem hefur alla tíð leikið í Eyjum, annað hvort með ÍBV eða KFS.

„Hjá ÍBV á Breki að baki 55 leiki þar sem hann hefur skorað sex mörk, Breki átti stóran þátt í því er ÍBV vann sér sæti í Bestu deildinni árið 2021 með því að enda í 2. sæti Lengjudeildarinnar. Þar skoraði hann fjögur mörk sem öll komu í sigurleikjum frá lok júlí fram í byrjun september," segir í frétt á heimasíðu ÍBV.

Fyrsti leikur Breka með ÍBV kom í maí 2017 er Breki skoraði tvívegis gegn KH í Borgunarbikarnum en það árið varð ÍBV bikarmeistari. Á síðasta tímabili kom Breki við sögu í fjórtán deildarleikjum þegar ÍBV endaði í áttunda sæti sem nýliði í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner