Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. janúar 2023 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Reynt að ganga frá viðræðum við Mount - Liverpool hefur áhuga
Liverpool er að reyna að fá bæði Jude Bellingham og Mason Mount
Liverpool er að reyna að fá bæði Jude Bellingham og Mason Mount
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur áhuga á því að fá Mason Mount, leikmann Chelsea, til félagsins í sumar, en þetta kemur fram í frétt Guardian í dag.

Mount á átján mánuði eftir af samningi sínum hjá Chelsea en samningaviðræður hafa gengið brösuglega vegna of hárra launakrafna.

Englendingurinn, sem er 24 ára, vill fá 300 þúsund pund í vikulaun hjá Chelsea og er félagið ekki alveg reiðubúið að mæta þeim kröfum og því hafa viðræður dregist á langinn.

Guardian heldur því fram að Liverpool fylgist náið með stöðu mála og hafi verulegan áhuga á að fá Mount í sumar. Félagið ætlar að styrkja miðsvæðið í sumar og tikkar hann í réttu boxin.

Chelsea ætlar því að reyna að koma til móts við hann í viðræðunum en hann þénar nú um 75 þúsund pund á viku og er með launalægstu leikmönnum félagsins.

Mount hefur fengið allnokkra gagnrýni fyrir frammistöðu sína á þessari leiktíð.

Hann hefur verið á mála hjá Chelsea frá sex ára aldri og er fastamaður í enska landsliðinu en Juventus hefur einnig sýnt leikmanninum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner