Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. janúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Tölfræði Trossard gerir stuðningsmenn Arsenal spennta
Leandro Trossard.
Leandro Trossard.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur gengið frá kaupum á Leandro Trossard frá Brighton en kaupverðið gæti farið upp í 27 milljónir punda. Bara er beðið eftir því að Arsenal staðfesti kaupin.

Belginn hefur verið einn af bestu mönnum Brighton undanfarin ár, er með 25 mörk og 14 stoðsendingar í 121 leik.

Lykilmenn Arsenal hafa skilað rosalegri tölfræði á tímabilinu, enda er liðið með fimm stiga forystu á toppnum auk þess að eiga leik til góða á Manchester City.

Það hefur verið mikið flæði í sóknarleik Arsenal og er í öðru sæti bæði yfir flest mörk skoruð og fæst mörk fengin á sig.

Það eru bara Martin Ödegaard og Bukayo Saka af leikmönnum Arsenal sem hafa átt fleiri sendingar en Trossard síðan í upphafi 2021-22 tímabilsins. Þeir tveir eru þeir einu sem hafa átt fleiri sköpuð færi en þau 70 sem Trossard hefur átt á þeim kafla, Saka með 107 og Ödegaard 117.

Trossard er með jafnmörg mörk og Ödegaard (15) og fleiri en Gabriel Jesus og Martinelli (13), Emile Smith Rowe (10) og Eddie Nketiah (7) en aðeins Saka er með fleiri (17).

Trossard er þó eftirbátur nýrra samherja sinna þegar kemur að stoðsendingum, nákvæmni sendinga og mínútur milli marka eða stoðsendinga.

Miðað við tölfræðina þá ætti Trossard að koma með aukna möguleika í sóknarleikinn og styrkir klárlega breiddina. Hann er þó væntanlega ekki að fara að skáka Ödegaard eða Saka í tölfræðiþáttunum.
Athugasemdir
banner
banner