Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. janúar 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Yaldir hjá Vestra út 2024
Lengjudeildin
Í leik með Vestra á síðasta tímabili.
Í leik með Vestra á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Deniz Yaldir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Vestra. Hann er nú samningsbundinn félaginu út tímabilið 2024.


Deniz, sem er 28 ára, kom til Vestra fyrir síðasta tímabil, spilaði sautján leiki í Lengjudeildinni og skoraði tvö mörk þegar Vestri endaði í 10. sæti deildarinnar.

„Þótti hann standa sig afbragðsvel og því mikið fagnaðarefni að hann skuli skrifa undir samning til næstu tveggja ára," segir í frétt á heimasíðu Vestra.

Vestri ætlar sér stærri hluti á komandi tímabili. Félagið réði Davíð Smára Lamude sem þjálfara liðsins síðasta haust og á dögunum gekk Fatai Gbadamosi í raðir félagsins frá Kórdrengjum.

Komnir
Elvar Baldvinsson frá Þór
Fatai Gbadamosi frá Kórdrengjum

Farnir
Chechu Meneses til Andorra
Christian Jiménez til Spánar
Friðrik Hjaltason
Pétur Bjarnason í Fylki
Rodrigo Santos Moitas
Toby King
Athugasemdir
banner
banner