mið 20. febrúar 2019 14:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Stórleikur á Spáni
Meistaraspáin.
Meistaraspáin.
Mynd: Fótbolti.net
Aguero og félagar fara til Þýskalands í kvöld.
Aguero og félagar fara til Þýskalands í kvöld.
Mynd: Getty Images
Ronaldo mætir aftur til Madrid.
Ronaldo mætir aftur til Madrid.
Mynd: Getty Images
Það verður áfram fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Tveir leikir eru á dagskrá klukkan 20:00 en með þeim lýkur fyrri umferðinni í 16-liða úrslitum.

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks og Óli Stefán Flóventsson þjálfari KA eru sérfræðingar Fótbolta.net í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

Fótbolti.net kemur einnig með sína spá en keppni er í gangi þar sem 3 stig eru gefin fyrir hárrétt úrslit og 1 stig fyrir rétt tákn.

Ágúst Þór Gylfason

Atletico Madrid 1 - 1 Juventus
Mr. Championsleague aftur mættur til Madrid þar sem hann var og er í algjörri guðatölu. Títt umtalaði Ronaldo sem hefur skorað 22 mörk gegn Atletico Madrid mun skora úr vítaspyrnu sem hann fiskar sjálfur. Reikna með að þjálfarar beggja liða munu leggja mikla áherslu á taktískan varnarleik og leita eftir skyndiupphlaupum.

Úr einni snilldar uppsettri skyndisókninni sem kemur beint af æfingsvæði Madrid-inga mun Chiellini leikmaður Juve brjóta af sér í eigin vítateig. Griezmann fer á punktinn og skorar af öryggi.

Schalke 1 - 2 Manchester City
Þessi leikur lyktar af jafntefli en City vélin klárar í lokinn eftir að hafa lent undir í byrjun leiks. Nafnið Silva mun vera áberandi í þessum leik

Óli Stefán Flóventsson

Atletico Madrid 1 - 1 Juventus
Ótrúlega snúinn leikur því þarna mætast mjög sterk varnarlið. Að öllu jöfnu hefði ég sett sigur á Juve en þar sem þeir Bonucci og Chiellini eru líklega ekki með þá er jafntefli líkleg niðurstaða. Mario Mandzukic kemur Juve yfir snemma en Antoine Griezmann jafnar í síðari hálfleik.

Schalke 1 - 4 Manchester City
Ég held að City klári þetta einvígi í þessum leik. Þeir eru líklega besta lið heims um þessar mundir. Schalke hefur verið í brasi í síðustu leikjum á meðan City hefur unnið síðustu fjóra leiki með 15 mörk skoruð. Sterling og Sané setja 2 hvor og Aguero 1. Ukraínumaðurinn Konoplyanka klórar í bakkann fyrir Schalke.

Fótbolti.net - Arnar Helgi Magnússon

Atletico Madrid 1 – 1 Juventus
Afar áhugaverð viðureign tveggja stórkostlegra liða. Bæði lið verða vör um sig í kvöld og það verða aldrei skoruð fleiri en tvö mörk í þessum leik. Cristiano Ronaldo er mættur til Torino til þess að vinna þessa dollu fjórða árið í röð. Hann kemur Juventus yfir í síðari hálfleik og skorar þetta mikilvæga útivallarmark en Antoine Griezmann jafnar undir lok leiksins og liðin skilja jöfn. Massimiliano Allegri verður hæstánægður með úrslitin.

Schalke 0 – 3 Manchester City
Það kæmi mér mjög á óvart ef að Þjóðverjarnir myndu veita Englandsmeisturunum einhverja mótspyrnu í þessu einvígi. Schalke er í fjórtánda sæti þýsku deildarinnar og liðið vann síðast leik fyrir mánuði síðan, 20. janúar. Guardiola vill sennilega klára þetta einvígi helst í kvöld og ég hef trú á því að hann geri það. Sergio Aguero var hvíldur um helgina gegn Newport og það mun skila sér en Argentínumaðurinn setur tvö í kvöld og Leroy Sane skorar eitt. City setur níu fingur á átta liða úrslitin með 0-3 útisigri í kvöld.

Staðan í heildarkeppninni:
Óli Stefán - 4 stig
Fótbolti.net - 4 stig
Gústi Gylfa - 3 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner