Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. febrúar 2019 12:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Boxleitner segist einfaldlega hafa verið rekinn frá KSÍ
Sebastian Boxleitner.
Sebastian Boxleitner.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Ég var bara rekinn. Þetta var ekki mín ákvörðun. Ég vildi vera áfram og halda áfram þessu góða starfi en því miður verður ekki svo," segir Sebastian Boxleitner í viðtali við Tómas Þór Þórðarson á Vísi.

Boxleitner tók við sem styrktarþjálfari íslenska landsliðsins 2016 en hann opinberaði á mánudag að hann væri hættur í því starfi.

Boxleitner segist hafa verið óöruggur með sína stöðu sína þjálfaraskipti urðu. Erik Hamren tók við eftir HM í Rússlandi og fékk nýjan aðstoðarþjálfara, Frey Alexandersson, og nýjan markvarðaþjálfara.

„Erik sagðist vera óánægður með upphitunaræfingar mínar en alltaf þegar að við unnum saman sagðist hann vera ánægður með allt. Ég vildi endilega fá að vita hverju hann vildi breyta og þá sagði Erik að til hefði staðið hjá honum að ræða þetta við mig fyrir leikina í undankeppni EM í mars. Það var eins og hann væri að búast við því að ég yrði áfram en svo verður greinilega ekki," segir Boxleitner.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að annar maður verði ráðinn í stöðuna.

„Það eru margir þættir sem að spila inn í ákvörðun eins og þessa. Það var bara tekin heilstæð ákvörðun út frá hagsmunum landsliðsins," segir Guðni við Vísi.

Undankeppni EM fer af stað í næsta mánuði með leikjum Íslands við Andorra og Frakkland ytra, fyrri leikurinn verður 22. mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner