mið 20. febrúar 2019 10:19
Elvar Geir Magnússon
Dejan Lovren verður ekki klár fyrir leikinn gegn United
Lovren er að glíma við meiðsli aftan í læri en þau hafa haldið honum utan vallar síðan 7. janúar.
Lovren er að glíma við meiðsli aftan í læri en þau hafa haldið honum utan vallar síðan 7. janúar.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að öfluga leikmenn hafi vantað í vörn Liverpool í gær þá hélt liðið hreinu í fyrri leik sínum gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Króatíski miðvörðurinn Dejan Lovren gat ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Jurgen Klopp telur að Lovren geti ekki orðið klár fyrir deildarleikinn gegn Manchester United á sunnudaginn.

„Dejan átti í raun og veru engan möguleika á því að vera klár fyrir leikinn gegn Bayern München. Ég tel að hann eigi ekki einu sinni möguleika á að vera klár í næsta leik. Þetta tekur allt sinn tíma," segir Klopp.

Virgil van Dijk mun byrja leikinn á Old Trafford eftir að hafa tekið út leikbann í gær.

United vonast til þess að Anthony Martial og Jesse Lingard verði leikfærir á sunnudag en bati þeirra hefur gengið mun hraðar en áætlað var. Möguleiki er talinn að þeir geti verið í hóp.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner