Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. febrúar 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Eigendur Manchester City kaupa félag í 2. deild í Kína
City hefur núna tengingu til Kína.
City hefur núna tengingu til Kína.
Mynd: Getty Images
City Football Group, sem á Manchester City, hefur keypt Sichuan Jiunio FC sem spilar í 2. deildinni í Kína.

Sichuan spilar á 27 þúsund manna velli en liðið er í þriðju efstu deild.

City Football Group á nú alls félög í heiminum en auk Manchester City má nefna New York City í Bandaríkjunum og Melbourne City í Ástralíu.

„Við höfum mikla trú á framtíð fótboltans í Kína," sagði Ferran Soriano stjórnarmaður í City Football Group eftir kaupin á Sichuan.

Félög í eigu City Football Group:
Manchester City (England)
New York City (Bandaríkin)
Melbourne City (Ástralía)
Yokohama Marinos (Japan)
Club Atletico Torque (Úrúgvæ)
Girona (Spánn)
Sichuan Jiuniu (Kína)
Athugasemdir
banner
banner
banner