Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 20. febrúar 2019 18:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Sevilla nokkuð auðveldlega áfram
Ben Yedder kom Sevilla á bragðið í kvöld.
Ben Yedder kom Sevilla á bragðið í kvöld.
Mynd: Getty Images
Sevilla 2 - 0 Lazio (samanlagt 3-0)
1-0 Wissam Ben Yedder ('20 )
2-0 Pablo Sarabia ('78 )
Rautt spjald: Franco Vazquez, Sevilla ('61), Adam Marusic, Lazio ('71)

Sevilla er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 2-0 sigur á Lazio í eina leik dagsins í þeirri keppni.

Sevilla var með 1-0 forskot eftir fyrri leikinn á Ítalíu. Wissam Ben Yedder, sem skoraði eina markið í fyrri leiknum, opnaði markareikninginn í þessum leik eftir 20 mínútur.

Staðan var 1-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik misstu bæði lið mann af velli með rautt spjald. Á 61. mínútu fékk Franco Vazquez sitt annað gula spjald og tíu mínútum síðar fór rauða spjaldið aftur á loft. Í þetta skiptið var það Adam Marusic, leikmaður Lazio, sem fékk það.

Á 78. mínútu var annað mark leiksins skorað. Það gerði Pablo Sarabia fyrir Sevilla. Þar við sat og lokatölur því 2-0 fyrir Sevilla og samanlagt 3-0.

Á morgun klárast 32-liða úrslitin í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner