Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. febrúar 2019 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ég treysti VAR
Mynd: Getty Images
„Þetta eru frábær úrslit," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 3-2 sigur á Schalke 04 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

City lenti í vandræðum og var 2-1 undir að loknum fyrri hálfleiknum. Þegar tæpar 70 mínútur voru liðnar versnaði útlitið fyrir City þegar Nicolas Otamendi fékk að líta rauða spjaldið. Tíu leikmenn City þjöppuðu sér hins vegar saman og unnu leikinn 3-2.

„Við gáfum þeim tvær vítaspyrnur, við gáfum þeim rautt spjald og það er ekki gott í þessari keppni. En þetta eru góð úrslit."

Myndbandsdómgæsla spilaði sitt hlutverk í leiknum og var fyrra víti Schalke dæmt með hjálp VAR.

„Voru þetta vítaspyrnur? Ég held það. Ég treysti VAR. Þetta voru tvær vítaspyrnur."

„Þetta er ekki búið," sagði Guardiola að lokum en seinni leikur liðanna fer fram þann 12. mars næstkomandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner