Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. febrúar 2019 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjá Everton frá 10 ára aldri en fer nú til Kína
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Tyias Browning var að taka frekar óvænt skref í fótboltanum. Hann var að yfirgefa Everton og semja við Guangzhou Evergrande í Kína.

Hinn 24 ára gamli Browning hefur verið hjá Guangzhou síðastliðinn mánuð, en félagaskiptin voru staðfest í dag.

Browning lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Everton gegn nágrönnunum í Liverpool 2014. Hann byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Everton gegn rússneska félaginu Krasnodar í Evrópudeildinni það sama ár.

Browning samdi við Everton er hann var 10 ára gamall. Hann hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu og hefur undanfarin tímabil verið lánaður til Wigan, Preston og Sunderland.

Nú fer hann til Guangzhou Evergrande sem er eitt sterkasta félagið í Kína. Fabio Cannavaro er þjálfari liðsins.
Athugasemdir
banner
banner