Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. febrúar 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
ÍBV sektað fyrir ólöglega leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ hefur sektað ÍBV um 120 þúsund krónur eftir að liðið stillti upp þremur ólöglegum leikmönnum í 7-1 tapi gegn Val í Lengjubikar kvenna um síðustu helgi.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Suzanne Small og Mckenzie Grossmann voru allar skráðar í erlend félagslið þegar leikurinn fór fram.

„Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum," segir í reglugerð fyrir Lengjubikarinn.

ÍBV var sektað um 120 þúsund krónur en úrslit leiksins standa 7-1 Val í hag.
Athugasemdir
banner
banner