Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. febrúar 2019 17:00
Elvar Geir Magnússon
James vonast til að snúa aftur til Real Madrid
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
James Rodriguez hefur ýjað að því að hann gæti snúið aftur til Real Madrid eftir tímabilið. Hann er á seinna ári lánssamnings síns hjá Bayern München en hefur ekki náð að festa sig almennilega í sessi hjá Þýskalandsmeisturunum.

Hann fékk þó byrjunarliðsleik gegn Anfield í gær þegar Bayern gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum.

„Í Madríd er ég með allt. Þar er heimili mitt og fólk sem elskar mig," segir James sem hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal.

„Sjáum hvað gerist en ég er samningsbundinn Bayern í dag. Ég einbeiti mér að því að klára tímabilið. Ég er í góðu og reglulegu sambandi við nokkra leikmenn Real Madrid."

Kólumbíumaðurinn skaust á stjörnuhimininn á HM 2014 og var þá keyptur til Real Madrid. Hann var svo lánaður til Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner