Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. febrúar 2019 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Bayern gerði sér upp meiðsli til að tefja leikinn
Mynd: Getty Images
Bayern gerði markalaust jafntefli við Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

Niko Kovac, stjóri Bayern, var sáttur með úrslitin, en hans menn sýndu alvöru þýskan aga og vörðust vel.

Auk þess að sýna mikinn aga þá notaði Bayern líka nokkrar brellur eins og að gera sér upp meiðsli á lokamínútunum. Kovac viðurkenndi þetta eftir leik.

„Þið vitið hvernig þetta virkar. Undir lok leiksins reyndum við að vinna tíma," sagði Kovac við Sky Sports í Þýskalandi eftir leikinn.

„Javi Martinez var ekki með krampa, hann var að þykjast. Með þessum reyndum við að róa leikinn. (Kingsley) Coman gerði það sama í þýska bikarnum fyrir tveimur vikum."

Það er allt galopið í þessu einvígi fyrir seinni leikinn sem fer fram í Bæjaralandi um miðjan mars.



Athugasemdir
banner