Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. febrúar 2019 09:12
Magnús Már Einarsson
Man Utd vill Sancho - Sarri rekinn eftir helgi?
Powerade
Sarri er valtur í sessi.
Sarri er valtur í sessi.
Mynd: Getty Images
Sancho er orðaður við Manchester United.
Sancho er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir í slúðrinu þó félagaskiptaglugginn sé lokaður. Hér er slúðurpakki dagsins.



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er að skoða Declan Rice (20) miðjumann West Ham, Aaron Wan-Bissaka (21) hægri bakvörð Crystal Palace og Ben Chilwell (22) vinstri bakvörð Leicester (Sun)

Wan-Bissaka er eftirsóttur en Bayern Munchen er á meðal félaga sem vill fá hann. (Mail)

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, verður rekinn ef liðið tapar gegn Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á sunnudaginn. (Mirror)

Brottrekstur Sarri myndi kosta fimm milljónir punda sem er það minnsta sem hefur kostað að reka stjóra síðan Roman Abramovich keypti félagið árið 2003. (Sun)

Frank Lampard, stjóri Derby, og Zinedine Zidane, fyrrum þjálfari Real Madrid, eru efstir á óskalista Chelsea. (Sky Sports)

Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, segir ekkert til í sögusögnum um að félagið ætli að kaupa Mohamed Salah (26) frá Liverpool. (Radio Rai)

Manchester United hefur sett Jadon Sancho (18) kantmann Borussia Dortmund efstan á óskalista sinn fyrir sumarið. United telur þó að liðið verði að ná Meistaradeildarsæti til að landa Sancho. (Mirror)

Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur hent 131 milljón punda verðmiða á Gareth Bale (29) en Chelsea og Manchester United hafa sýnt áhuga. (Sun)

Manchester City ætlar að bjóða varnarmanninum Aymeric Laporte (24) nýjan samning eftir góða frammistöðu á tímabilinu. (Times)

Ander Herrera (29) miðjumaður Manchester United er að ganga frá nýjum þriggja ára samningi upp á 100 þúsund pund í laun á viku. Núverandi samningur Herrera rennur út í sumar. (Sun)

Manchester United vonast ennþá til að ganga frá nýjum samningi við David De Gea (28) en áhyggjur eru af því að umboðsmannagreiðslur séu að hækka samninginn of mikið. (ESPN)

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, fundaði með Nasser al-Khelaifi forseta PSG þegar þeir hittust á tennismóti í Katar í síðustu viku. Wenger gæti tekið við sem yfirmaður íþróttamála hjá PSG af Antero Henrique. (L'Equipe)

Arsenal er að fylgjast með Nick Pope (26) markverði Burnley en hann gæti fyllt skarð Petr Cech (36) sem ætlar að leggja hanskana á hilluna eftir tímabilið. (Mail)

Angel Di Maria (31) kantmaður PSG segir að samband sitt og Louis van Gaal hafi versnað hjá Manchester United eftir að efaðist um þjálfunaraðferðir Hollendingsins. (Manchester Evening News)

Barcelona hefur sent njósnara sína að fylgjast með Nicolas Pepe (23) kantmanni Lille og framherjanum Rafael Leao (19). (France Football)

Tottenham er komið í hóp félaga sem vilja fá Che Adams (22) framherja Birmingham. (Birmingham Mail)

Manchester City er að fá Oscar Tarensi (16) frá Espanyol á 260 þúsund pund. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner