mið 20. febrúar 2019 19:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: City byrjar með sterkt lið
Sane er á bekknum gegn gömlu félögunum.
Sane er á bekknum gegn gömlu félögunum.
Mynd: Getty Images
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Klukkan 20:00 hefjast tveir leikir í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með þessum leikjum klárast fyrri umferð 16-liða úrslitanna.

Englandsmeistarar Manchester City eru í Þýskalandi og mæta þar Schalke 04. Það er einvígi sem City ætti með réttu að rúlla í gegnum. Schalke er búið að vera í vandræðum í Þýskalandi og er þar í 14. sæti sem stendur.

Leroy Sane byrjar á bekknum gegn sínum gömlu félögum í Schalke. Byrjunarlið City í kvöld er mjög sterkt og byrja Kevin de Bruyne, Raheem Sterling og Sergio Aguero allir.

Í byrjunarliði Schalke má meðal annars finna Matija Nastasic, fyrrum varnarmann Manchester City.

Byrjunarlið Schalke: Fahrmann, Caliguiri, Bruma, Sane, Nastasic, Oczikpa, Serdar, Bentaleb, McKennie, Uth, Mendyl.
(Varamenn: Nubel, Rudy, Matondo, Kutucu, Burgstaller, Skrzybski, Harit)

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Laporte, Otamendi, Fernandinho, Gundogan, De Bruyne, D. Silva, Bernardo, Sterling, Aguero.
(Varamenn: Muric, Danilo, Kompany, Sané, Mahrez, Zinchenko, Foden)

Í hinum leik kvöldsins mætast Atletico Madrid og Juventus á hinum glæsilega heimavelli Atletico; Wanda Metropolitano. Þetta er efni í hörkueinvígi á milli tveggja frábærra liða.

Diego Costa og Antoine Griezmann byrja frammi hjá Atletico, en hjá Juventus byrja Mario Mandzukic, Paulo Dybala og Cristiano Ronaldo.

Alvaro Morata og Thomas Lemar eru á bekknum hjá Atletico.

Byrjunarlið Atletico: Oblak, Juanfran, Gimenez, Godin, Luis, Thomas, Koke, Rodri, Saul, Griezmann, Costa.
(Varamenn: Adan, Arias, Savic, Correa, Lemar, Kalinic, Morata)

Byrjunarlið Juventus: Szczesny, De Sciglio, Chiellini, Bonucci, Sandro, Pjanic, Matuidi, Bentancur, Dybala, Mandzukic, Ronaldo.
(Varamenn: Perin, Caceres, Cancelo, Rugani, Spinazzola, Can, Bernardeschi)
Athugasemdir
banner
banner
banner