Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. febrúar 2019 13:30
Magnús Már Einarsson
Robertson: Verður öðruvísi en síðast gegn Man Utd
Andy Robertson.
Andy Robertson.
Mynd: Getty Images
„Þetta er annar stór leikur. Strákarnir þurfa að jafna sig og komast í gang fyrir hann," sagði Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, í gærkvöldi aðspurður út í stórleikinn gegn Manchester United á sunnudaginn.

Jose Mourinho var rekinn frá Manchester United eftir 3-1 tap gegn Liverpool í desember.

Ole Gunnar Solskjær tók við og United hefur einungis tapað einum leik undir stjórn Norðmannsins.

„Ég held að þetta verði svolítið öðruvísi leikur en síðast. Þeir hafa rifið sig upp undir stjórn nýs stjóra og þeir eru með allt öðruvísi lið, sérstaklega heima," sagði Robertson.

„Þetta verður erfitt verkefni. Við þufum að eiga okkar besta leik og ef við getum gert það þá nægir það vonandi til að vinna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner