Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 20. febrúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodgers trúir á endurkomu gegn Valencia
Mynd: Getty Images
Celtic tapaði 2-0 í fyrri leik sínum gegn Valencia í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Leikurinn fór fram á heimavelli Celtic í Skotlandi.

Liðin mætast aftur á Spáni á morgun, en Brendan Rodgers, stjóri Celtic, fer bjartsýnn inn í einvígið þrátt fyrir að staðan sé ekki sú besta fyrir hans menn.

„Fyrsta markið í þessum leik verður mjög mikilvægt," sagði Rodgers við heimasíðu Celtic.

„Ef við náum fyrsta markinu þá þurfum við ekki að gera neitt í æsingi eftir það. Við þurfum þá bara að róa okkar leik og finna sjálfstraustið."

Tölfræðin er ekki með Celtic í liði. Valencia hefur ekki fengið á sig mark í síðustu þremur heimaleikjum og er Juventus eina liðið í spænsku úrvalsdeildinni eða Meistaradeildinni sem hefur skorað meira en eitt mark á Mestalla á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner