Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. febrúar 2019 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sandra María ekki til Algarve - Ásta Eir valin
Ásta Eir Árnadóttir.
Ásta Eir Árnadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum sem fer á Algarve æfingamótið.

Sandra María Jessen, framherji Bayer Leverkusen í Þýskalandi, getur ekki tekið þátt vegna meiðsla og hefur Ásta Eir Árnadóttir verið kölluð inn í hennar stað.

Ásta Eir er leikmaður Breiðabliks, en hún var lykilmaður í fyrra er Breiðablik varð Íslands- og bikarmeistari.

Ásta Eir á að baki leiki fyrir U19 og U17 landslið kvenna en hún hefur aldrei leikið fyrir A-landsliðið.

Ísland mætir Kanada miðvikudaginn 27. febrúar og Skotlandi 4. mars. Leikið verður um sæti 6. mars.

Hér að neðan er hópurinn sem fer á mótið. Athygli hefur vakið að Fanndís Friðriksdóttir er ekki í hópnum.

Markverðir:
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðablik
Sandra Sigurðardóttir, Valur
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Þór/KA

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir, PSV Eindhoven
Sif Atladóttir, Kristianstad
Glódís Perla Viggósdóttir, FC Rosengard
Ingibjörg Sigurðardóttir, Djurgarden
Hallbera Guðný Gísladóttir, Valur
Guðrún Arnardóttir, Djurgarden
Ásta Eir Árnadóttir, Breiðablik

Miðjumenn:
Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg
Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Adelaide
Sigríður Lára Garðarsdóttir, ÍBV
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðablik
Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðablik
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Kristianstad

Sóknarmenn:
Agla María Albertsdóttir, Breiðablik
Elín Metta Jensen, Valur
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, PSV Eindhoven
Rakel Hönnudóttir, Reading
Svava Rós Guðmundsdóttir, Roa
Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner