Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. febrúar 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Sarri: Eina lausnin er að vinna fótboltaleiki
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea.
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri segir að eina leiðin úr vandræðunum sé að vinna fótboltaleiki. Hann var spurður út í framtíð sína á fréttamannafundi í dag en hann er talinn standa á þunnum ís.

„Ég verð að hugsa þannig að ég verði stjóri Chelsea í langan tíma," segir Sarri.

Ítalinn segist ekki hafa rætt við Roman Abramovich, eiganda félagsins, í þessari viku.

„Eina lausnin er að vinna þrjá til fjóra leiki í röð."

Sarri tók við Chelsea í sumar og byrjaði á tólf leikjum án þess að tapa. Síðan hefur liðið tapað sex deildarleikjum, þar af þremur af síðustu fjórum.

Leikaðferð hans hefur verið gagnrýnd og hann fékk að heyra það frá stuðningsmönnum í 0-2 tapi gegn Manchester United í bikarleik á mánudag.

„Leikkerfið er falskt vandamál. Ég veit það vel að þegar við erum að tapa þarf ég að setja sóknarmann á völlinn og þegar við vinnum þarf ég að setja varnarmann á völlinn. En ég vil horfa á fótboltann með öðrum hætti," segir Sarri.

Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að nota N'Golo Kante ekki sem djúpan miðjumann.

„Ég vil leikmann í þessa stöðu sem getur sent boltann mjög hratt. Þess vegna spilar hann ekki þarna."

Chelsea mætir Malmö í Evrópudeildinni á morgun en liðið vann 2-1 sigur í fyrri leiknum. Á sunnudag er svo leikur gegn Manchester City í úrslitum deildabikarsins.

Varðandi leik morgundagsins sagði Sarri að Pedro og Zappacosta væru veikir og Kepa markvörður að glíma við einhver meiðsli aftan í læri.
Athugasemdir
banner