Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. febrúar 2019 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Semja um að fresta fyrstu greiðslu fyrir félagaskipti Sala
Mynd: Getty Images
Cardiff og Nantes hafa komist að samkomulagi um að fresta fyrstu greiðslu félagaskipta Emilano Sala til Cardiff til 27. febrúar næstkomandi.

Cardiff hafði verið beðið um að borga 5 milljónir punda af þeim 15 milljónum punda, sem félagið samþykkti að greiða Nantes fyrir Sala, þann 20. febrúar. En félögn hafa samið um að fresta því til að minnsta kosti 27. febrúar.

Cardiff keypti Sala í lok janúar en tveimur dögum síðar hvarf flugvél sem átti að flytja leikmanninn frá Frakklandi til Wales. Sala fannst látinn í kjölfarið.

Jarðarför Sala fór fram í Argentínu síðastliðinn laugardag. Hann var 28 ára gamall þegar hann lést.

Nantes vill fá borgað fyrir Sala, en Cardiff vill bíða með allar ákvarðanir sem tengjast greiðslu þangað til rannsókn á slysinu er lokið.
Athugasemdir
banner
banner
banner