Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 20. febrúar 2019 18:30
Fótbolti.net
Styrkleiki Liverpool ætti að geta skinið í seinni leiknum
Jordan Henderson átti góðan leik.
Jordan Henderson átti góðan leik.
Mynd: Getty Images
Það var engin flugeldasýning í markalausu jafntefli Liverpool gegn Bayern München í Meistaradeildinni í gær. Leikurinn var gerður upp í Innkastinu.

Elvar Geir telur að Liverpool fari áfram og að liðið geti verið sátt við stöðuna í einvíginu. Styrkleikar liðsins séu líklegir til að skína í gegn í seinni leiknum.

„Ég vil meina að þetta séu flott úrslit fyrir Liverpool. Það telur náttúrulega tvöfalt að skora á útivelli og ég býst við því að Bayern verði töluvert sóknarsinnaðra í seinni leiknum. Það getur opnað fyrir Liverpool sem er ansi gott í hröðum sóknum," segir Elvar.

„Þessi úrslit eru mjög lofandi fyrir seinni leikinn. Hvorugt liðið er ósátt með úrslitin og nú er búið að leggja upp fyrir svakalegan leik í Þýskalandi. Ég gæti trúað því að við fáum markaleik þar."

Daníel Geir Moritz bætir við:

„Það verður að taka tillits til þess að Liverpool spilaði án síns besta leikmanns í þessum leik, Virgil van Dijk. Hann var að taka út leikbann. Það vantaði í raun og veru höfuðið á þennan her en enn og aftur leysir Fabinho þau verkefni sem fyrir hann eru lögð. Það er nánast kraftverk að Liverpool haldi hreinu án Van Dijk," segir Daníel og Elvar bætir við:

„Það sást á varnarleiknum að hann vantaði, það var skjálfti í öfstustu línu sem Bayern tókst ekki að nýta sér."

Daníel talaði einnig um frammistöðu Jordan Henderson sem var frábær í gær en honum þykir oft fá ósanngjarna gagnrýni.

„Þeir sem þola ekki Henderson eru allt stuðningsmenn Liverpool. Við sáum þetta á sínum tíma þegar stuðningsmenn Manchester United þoldu ekki Darren Fletcher áður en hann vann hug og hjörtu þeirra. Mér finnst Henderson bara stíga ótrúlega oft upp," segir Daníel.

SMELLTU HÉR til að hlusta á Innkastið
Athugasemdir
banner
banner
banner