Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. febrúar 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tækifærin af skornum skammti eftir að glugginn lokaði
Mynd: Getty Images
Hinn efnilegi Callum Hudson-Odoi virðist vera kominn aftur út í kuldann hjá Chelsea.

Bayern München vildi kaupa Hudson-Odoi í janúar og gerði nokkur tilboð í hann. Þeim var öllum hafnað þrátt fyrir að Bayern hefði boðið allt að 35 milljónum punda.

Hinn 18 ára gamli Hudson-Odoi vildi fara til Bayern í von um að fá fleiri mínútur inn á fótboltavellinum.

Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, spilaði Hudson-Odoi mikið í janúar og fékk 199 mínútur í öllum keppnum. Hann hafði fengið 214 mínútur fyrir Chelsea í öllum keppnum fimm mánuðum fyrir janúargluggann.

Síðan glugginn lokaði hefur hann hins vegar aðeins spilað 19 mínútur. Þetta hefur vakið athygli.

Hann fékk 13 mínútur gegn Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni og sex mínútur gegn Malmö í Evrópudeildinni. Hann var ekki í hóp í 6-0 tapinu gegn Manchester City og var ónotaður varamaður í 2-0 tapinu gegn Manchester United á mánudag.

Það var í raun ótrúlegt að hann skyldi ekki fá tækifæri gegn United. Chelsea var 2-0 undir, en Sarri ákvað frekar að skipta bakverðinum Davide Zappacosta inn á.

Chelsea hefur verið að spila illa að undanförnu. Það gæti varla skemmt fyrir að gefa Hudson-Odoi tækifæri.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner