Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. febrúar 2019 09:55
Magnús Már Einarsson
Valverde hefur ekki áhyggjur af markaþurrð Suarez
Gengur illa að skora.
Gengur illa að skora.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona, hefur ekki áhyggjur af markaþurrð framherjans Luis Suarez.

Suarez hefur ekki skorað í Meistaradeildinni á þessu tímabili en hann hefur einungis skorað eitt mark í síðustu sautján leikjum í keppninni.

Úrúgvæinn hefur einnig skorað einungis eitt mark í síðustu átta leikjum Barcelona og hann náði ekki að komast á blað í markalausu jafntefli gegn Lyon í gær.

„Ég hef ekki áhyggjur af þessu. Ég hefði áhyggjur ef hann væri ekki að fá færi því það er sem þú vilt hjá framherja," sagði Valverde.

„Jafnvel þó hann fái ekki færi þá skapar hann fyrir liðsfélagana. Andstæðingar hræðast hann. Fótboltinn er þannig og framherjar eiga kafla þar sem þeir komast á skrið. Mikilvægast er að fá færin."

Sjá einnig:
Sólarhringur af fótbolta en ekkert útivallarmark
Athugasemdir
banner
banner
banner