Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 20. febrúar 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vilja verðlauna Laporte
Mynd: Getty Images
Manchester City ætlar að verðlauna franska miðvörðinn fyrir góða spilamennsku með því að gefa honum nýjan samning. Þetta herma breskir fjölmiðlar eins og The Times og Sky Sports.

Laporte er 24 ára gamall og er lykilmaður hjá Pep Guardiola. Hann er eini útileikmaðurinn sem hefur spilað alla leiki City í ensku úrvalsdeildinni.

City keypti Laporte fyrir rúmu ári síðan frá Athletic Bilbao. Hann kostaði City 57 milljónir punda.

Laporte gerði samning til 2023 er hann var keyptur til félagsins, en City vill þrátt fyrir það framlengja við hann. Laporte er ánægður hjá City og bjartsýni er fyrir því að samningar náist.

Talið er að City sé líka að reyna að framlengja við Vincent Kompany.



Athugasemdir
banner
banner
banner