fim 20. febrúar 2020 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Ánægðir með útivallarmarkið
,,Vitum að við getum spilað betur"
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær var ekki sáttur með spilamennsku sinna manna eftir 1-1 jafntefli gegn Club Brugge í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í kvöld.

Heimamenn komust yfir í fyrri hálfleik þegar Emmanuel Dennis skoraði eftir langa spyrnu frá Simon Mignolet. Anthony Martial jafnaði fyrir leikhlé og ekki var bætt við mörkum í nokkuð jöfnum leik.

Að leikslokum kvartaði Solskjær undan ástandinu á vellinum og bætti því við að hans menn geta spilað mun betur en þetta.

„Aðstæður voru erfiðar, völlurinn var næstum eins og gervigrasvöllur. Boltinn skaust út um allt," sagði Solskjær.

„Við erum ánægðir með útivallarmarkið en við vitum að við getum spilað betur en þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner