Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. febrúar 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ancelotti eftir sigur Everton: Verðum að gera betur heima
Carlo Ancelotti, stjóri Everton.
Carlo Ancelotti, stjóri Everton.
Mynd: Getty Images
„Við erum mjög, mjög ánægðir," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton, eftir flottan útisigur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Richarlison og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk Everton í 0-2 sigri.

Þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield frá 1999; mjög langþráður sigur hjá þeim bláklæddu.

„Everton tókst loksins að vinna á Anfield og þetta er góð gjöf til stuðningsmanna okkar. Frammistaðan var góð, við vorum einbeittir, lögðum mikið á okkur og þegar við fengum tækifæri þá nýttum við þau vel."

„Richarlison og James Rodriguez náðu vel saman oig þetta fyrra mark gaf okkur sjálfstraust í leiknum. Jordan Pickford stóð sig mjög vel og vörnin líka. Þegar þú kemur á Anfield þá verður þú að verjast vel, þeir eru enn mjög gott lið en við vörðumst almennilega."

„Við fáum þrjú stig og þessi grannaslagur er alltaf sérstakur, en við verðum að fara að gera betur á heimavelli."

Everton er með 40 stig, eins og Liverpool, og í sjöunda sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner