Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. febrúar 2021 14:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Burnley og West Brom: Jói Berg meiddur
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson er fjarverandi vegna meiðsla er Burnley tekur á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley er í vandræðum á köntunum þar sem Robbie Brady er einnig fjarverandi vegna meiðsla. Ashley Barnes er líka frá vegna meiðsla en það eru ekki bara neikvæð tíðindi því Ben Mee er mættur aftur í byrjunarliðið og fær hann fyrirliðabandið.

Sean Dyche gerir í heildina þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn Fulham. Josh Brownhill kemur inn á miðjuna og byrjar Matej Vydra í fremstu víglínu.

Stóri Sam Allardyce gerir tvær breytingar á liði West Brom sem gerði jafntefli við Manchester United um síðustu helgi. Matt Phillips og Darnell Furlong koma inn í byrjunarliðið.

Robert Snodgrass er enn fjarverandi vegna meiðsla en Lee Peltier er kominn aftur. Hann byrjar þó á bekknum þar sem hann er enn að koma sér í leikform.

Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Taylor, Westwood, Cork, Brownhill, McNeil, Rodriguez, Vydra.
Varamenn: Peacock-Farrell, Norris, Bardsley, Long, Nartey, Dunne, Benson, Glennon, Mumbongo.

West Brom: Johnstone, Furlong, Bartley, Ajayi, Townsend, Phillips, Yokuslu, Gallagher, Maitland-Niles, Pereira, Diagne.
Varamenn: Button, Robson-Kanu, Robinson, Livermore, Diangana, Sawyers, Peltier, O’Shea, Grant.
Athugasemdir
banner
banner
banner