Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. febrúar 2021 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Garðar Gunnlaugs skoraði í sigri Kára
KV lagði Ægi í Vesturbænum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Upplýsingar hafa borist úr tveimur leikjum sem fóru fram í B-deild Lengjubikarsins í gærkvöldi.

Kári skoraði þar fjögur mörk gegn ÍH á meðan KV hafði betur gegn Ægi.

Kári komst í tveggja marka forystu gegn ÍH en Atli Hrafnkelsson minnkaði muninn og var staðan 2-1 í leikhlé.

Garðar Bergmann Gunnlaugsson tvöfaldaði forystu Kára í upphafi síðari hálfleiks og var leikurinn úti þegar fjórða markið leit dagsins ljós á 65. mínútu. Ísak Örn Einarsson varð þá fyrir því óláni að skora í eigið mark.

Í Vesturbænum tók Valdimar Daði Sævarsson forystuna fyrir KV og var staðan 1-0 allt þar til undir lokin, þegar Kristinn Daníel Kristinsson innsiglaði sigur KV.

Báðir leikirnir voru í fyrstu umferð keppninnar.

Kári 4 - 1 ÍH
1-0 Breki Þór Hermannsson ('20)
2-0 Andri Júlíusson ('23)
2-1 Atli Hrafnkelsson ('37)
3-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('48)
4-1 Ísak Örn Einarsson ('65, sjálfsmark)

KV 2 - 0 Ægir
1-0 Valdimar Daði Sævarsson ('17)
2-0 Kristinn Daníel Kristinsson ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner