Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 20. febrúar 2021 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Sigrinum vel fagnað inn í klefa hjá Everton
Mynd: Getty Images
Það var glatt á hjalla hjá leikmönnum, starfsmönnum og stuðningsmönnum Everton eftir 2-0 útisigur á Liverpool í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur liðsins á Anfield frá 1999 og fyrsti sigurinn á Liverpool síðan 2010.

Það var fagnað vel eftir leikinn og fór þar Duncan Ferguson, aðstoðarstjóri Everton, fremstur í flokki. Hann fór út á völlinn eftir leikinn og faðmaði alla leikmenn sína að því virtist vera.

Hann tók svo þátt í stemningunni inn í klefa. Niels Nkounkou, leikmaður Everton, birti myndband af stemingunni inn í klefa og hún var aldeilis góð.

Það sést aðeins bregða í Gylfa Þór Sigurðsson, sem skoraði seinna mark Everton í leiknum, en hann virðist nú vera aðeins rólegri en margir liðsfélagar sínir.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner