Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 20. febrúar 2021 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Magnaður sigur Levante gegn Atletico
Gríðarlega flottur sigur hjá Levante.
Gríðarlega flottur sigur hjá Levante.
Mynd: Getty Images
Það áttu sér stað gríðarlega óvænt úrslit í spænsku úrvalsdeildinni í dag þegar Levante heimsótti topplið Atletico Madrid.

Atletico hefur átt frábært tímabil. Diego Simeone breytti í þriggja manna vörn og með Luis Suarez fremstan í flokki hefur Atletico verið eitt heitasta lið Evrópu.

Það fór hins vegar þannig í dag að Levante hafði betur í Madríd, 0-2. Levante tók forystuna á 30. mínútu og Atletico reyndi allt sem þeir gátu til að jafna leikinn í seinni hálfleik en það tókst ekki. Jan Oblak, markvörður Atletico, fór fram undir lokin til að reyna að ná jöfnunarmarki en gestirnir nýttu sér það og kláruðu leikinn í kjölfarið.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Levante vinnur gegn Atletico á útivelli en liðin mættust einnig í miðri viku og sá leikur endaði með jafntefli.

Þetta er aðeins annað tap Atletico í deildinni á þessu tímabili. Liðið er á toppi deildarinnar með sex stiga forystu á Real Madrid og leik til góða. Real á leik í kvöld gegn Real Valladolid. Levante fer upp í áttunda sæti með þessum sigri.

Þá vann Elche góðan heimasigur á Eibar. Elche er í 18. sæti með 21 stig, jafnmörg stig og Eibar sem er í 17. sæti. Fallbaráttan er mjög spennandi en það munar aðeins fjórum stigum á liðinu í tólfta sæti - Osasuna - og liðinu í 19. sæti - Real Valladolid.

Elche 1 - 0 Eibar
1-0 Dani Calvo ('33 )

Atletico Madrid 0 - 2 Levante
0-1 Jose Luis Morales ('30 )
0-2 Jorge De Frutos Sebastian ('90 )

Leikir kvöldsins:
17:30 Valencia - Celta Vigo
20:00 Valladolid - Real Madrid (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner