lau 20. febrúar 2021 13:53
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Sigrar hjá Hammarby og Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn er Hammarby vann öruggan sigur á Eskilstuna í fyrstu umferð sænska bikarsins.

Sigurinn er mikilvægur fyrir Hammarby sem mun að öllum líkindum berjast grimmilega við AIK um toppsæti riðilsins.

Ísak Bergmann Jóhannesson var þá ónotaður varamaður er Norrköping hafði betur gegn Sundsvall, 2-0.

Norrköping spilaði leikinn einum manni fleiri eftir að Paya Pichkah var rekinn útaf í fyrri hálfleik.

Norrköping er í riðli með Gautaborg og er búist við hreinum úrslitaleik á milli liðanna í lokaumferð riðlakeppninnar.

Hammarby 4 - 1 Eskilstuna
1-0 J. Andersen ('11)
2-0 A. Selmani ('17)
3-0 A. Khalili ('47)
3-1 A. Holmstrom ('67)
4-1 M. Fenger ('70)

Norrköping 2 - 0 Sundsvall
1-0 S. Haksabanovic ('25)
2-0 S. Haksabanovic ('43)
Rautt spjald: P. Pichkah, Sundsvall ('22)
Athugasemdir
banner
banner