Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 20. febrúar 2021 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tap hjá Darmstadt - Jong PSV og St Gilloise með sigra
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn er Darmstadt tapaði fyrir St. Pauli í þýsku B-deildinni.

Leikurinn var afar opinn og skemmtilegur þar sem liðin skiptust á að eiga færi. Heimamenn í St. Pauli komust í tveggja marka forystu en Serdar Dursun kom Darmstadt aftur inn í viðureignina með marki og stoðsendingu á þriggja mínútna kafla.

Staðan var því 2-2 allt þar til á lokakaflanum þegar Guido Burgstaller gerði sigurmark heimamanna. Burgstaller skoraði þar með annað mark sitt í leiknum og tryggði fjórða sigur St. Pauli í röð.

Bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar, Darmstadt er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

St. Pauli 3 - 2 Darmstadt
1-0 G. Burgstaller ('26)
2-0 O. Marmoush ('62)
2-1 T. Skarke ('64)
2-2 S. Dursun ('66)
3-2 G. Burgstaller ('82)

Kristófer Ingi Kristinsson spilaði þá síðustu mínúturnar í 1-0 sigri Jong PSV í hollensku B-deildinni.

Kristófer kom inn í 1-0 sigri og er liðið með 23 stig eftir 24 umferðir.

Jong PSV 1 - 0 Den Bosch
1-0 S. Sambo ('25)

Í gærkvöldi vann St. Gilloise góðan sigur á Seraing í toppslag belgísku B-deildarinnar. Aron Sigurðarson var ónotaður varamaður.

St. Gilloise er svo gott sem búið að vinna deildina, með 18 stiga forystu á Seraing eftir 20 umferðir.

Seraing 0 - 2 St. Gilloise
0-1 D. Undav ('5)
0-2 D. Vanzeir ('8, víti)
Rautt spjald: B. Boulenger, Seraing ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner